„Mark Sveins vendipunktur leiksins“

Valur nældi í sjötta sigurinn í fyrstu sjö umferðunum í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld þegar liðið fékk Aftureldingu í heimsókn. 

„Við höfum átt mínútur þar sem við höfum ekki verið spes en náð að klára. Það er munur frá því í fyrra en þá þurftum við oft að vera alveg frábærir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, meðal annars við mbl.is

Valur sigraði 25:22 eftir jafnan og spennandi leik. Valur seig fram úr á síðustu tíu mínútunum en staðan í leiknum var til að mynda 20:20.

„Mér fannst markið hjá Sveini Aroni í hraðaupphlaupinu vera vendipunkturinn í leiknum,“ sagði Óskar einnig og á þar við 21. mark Vals í leiknum á 53. mínútu. 

Viðtalið við Óskar í heild sinni er að finna á meðfylgjandi myndskeiði. 

Frá leiknum á Hlíðarenda í kvöld. Gunnar Malmquist og Ómar …
Frá leiknum á Hlíðarenda í kvöld. Gunnar Malmquist og Ómar Ingi Magnússon í gólfinu. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert