15 marka sigur hjá Íslandsmeisturunum

Arnar Birkir Hálfdánarson sækir að vörn Hauka í kvöld.
Arnar Birkir Hálfdánarson sækir að vörn Hauka í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Haukar og ÍR mættust í Shancker hölinni í síðasta leik 7.umferðar Olís-deildar karla. Haukar burstuðu ÍR-inga 38:23 eftir að staðan í hálfleik var 19:15 Haukum í vil.

Leikurinn var afar hraður og skemmtilegur og þá aðalega í fyrri hálfleik og var hvert markið á fætur öðru skorað á upphafsmínútunum en staðan eftir 10 mínútur var 9:5. Haukar sem voru án Elíasar Halldórssonar og Jón Þorbjarnar héldu þessari forystu út hálfleikinn og staðan í hálfleik 19:15 Haukum í vil.

Seinni hálfleikur var gjörsamlega eign Hauka en þeir keyrðu gjörsamlega yfir ÍR-inga sem tapaði hverjum boltanum á fætur öðrum í sóknarleiknum og til að gera langa sögu stutta unnu Haukar seinni hálfleikinn 19:8 og lokatölur því 38:23.

Haukar 38:23 ÍR opna loka
60. mín. Leik lokið Haukar jarða ÍR-inga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert