Eyjamenn unnu í Fossvoginum

Eyjamaðurinn Grétar Þór Eyþórsson.
Eyjamaðurinn Grétar Þór Eyþórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur og ÍBV mættust í áttundu umferð Olís deildar karla í handknattleik í Víkinni í dag. Liðin höfðu farið misvel af stað í deildinni til þessa. Víkingur höfðu einungis unnið einn leik fyrir leik liðanna í kvöld á meðan ÍBV var í þriðja sæti deildarinnar með tíu stig. Lokatölur í leiknum urðu 26:22 ÍBV í vil.

Einar Sverrisson var markahæstur í liði Eyjamanna með sjö mörk, en Atli Karl Bachmann var atkvæðamestur í liði heimamanna úr Fossvoginum með fimm mörk.

Kolbeinn Aron Ingibjargarson varði níu skot í marki ÍBV og Einar Baldvin Baldvinsson varði tíu skot í marki Víkings.

ÍBV er komið með 14 stig og hefur jafn mörg stig og Haukar og Valur á toppi deildarinnar á meðan Víkingur situr á botni deildarinnar með tvo stig. 

Víkingur 22:26 ÍBV opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með sigri Eyjamanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert