Omeyer hættir eftir HM

Thierry Omeyer.
Thierry Omeyer. AFP

Franski landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik, Thierry Omeyer, ætlar ekki að gefa kost á sér í franska landsliðið í handknattleik að lokinni heimsmeistarakeppninni sem fram fer í Frakklandi í janúar 2017.

Omeyer er 39 ára gamall og hefur átt sæti í franska landsliðinu frá árinu 1999. Hann hefur lengi verið einn allra besti markvörður heims og leikið með mörgum bestu félagsliðum heims, m.a. Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Með landsliðum og félagsliðum hefur Omeyer unnið allt það helsta sem keppt er í á handknattleiksvellinum. Oftar en ekki hefur hann lagt sitt lóð á vogarskálina með stórleikjum þegar mest hefur þurft á að halda.

Omeyer leikur um þessar mundir með stórliðinu PSG og er samningsbundinn því fram á mitt ár 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert