Getur náð eins langt og hann vill

Guðmundur Hólmar Helgason í leik með Val gegn ÍBV.
Guðmundur Hólmar Helgason í leik með Val gegn ÍBV. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, er leikmaður 14. umferðar í Olís-deild karla í handknattleik hjá Morgunblaðinu en hann fór fyrir Hlíðarendaliðinu sem hafði betur gegn Gróttu, 26:24, á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Guðmundur Hólmar skoraði 9 mörk í leiknum og var að venju öflugur í varnarleik sinna manna.

„Guðmundur er bara frábær leikmaður í alla staði. Það er alveg magnað hversu þroskaður leikmaður hann er miðað við aldur,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, við Morgunblaðið þegar hann var beðinn um að lýsa samherja sínum.

„Gummi er mikill leiðtogi sem sést best á því að hann er fyrirliði liðsins og hann sinnir þessu hlutverki sínu mjög vel. Það má segja að hann sé að springa út sem leikmaður á þessu tímabili. Eftir að hann samdi við franska liðið hefur hann stigið heldur betur á pedalann. Hann æfði rosalega vel í sumar eins og hann gerir í raun alltaf og Gummi er bara ótrúlega heill og góður strákur,“ segir Hlynur.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert