Íslendingur stýrir B-landsliði Noregs

Axel Stefánsson.
Axel Stefánsson. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Axel Stefánsson er þjálfari B-landsliðs Noregs í handknattleik kvenna sem mætir A-landsliði Íslands í tveimur vináttulandsleikjum um næstu helgi.

Axel var á árum áður markvörður Þórs á Akureyri og síðar Vals. Hann hefur getið sér gott orð sem þjálfari í Noregi. Undir hans stjórn hafa yngri kvennalið Noregs m.a. orðið Evrópumeistarar. Axel hefur einnig þjálfað hjá félagsliðum.

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur þjálfað A-landslið kvenna í Noregi í sex ár. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert