Arnór og félagar töpuðu fyrir Ragnari

Arnór Atlason og félgar í Saint-Raphaël töpuðu í kvöld. Þeir …
Arnór Atlason og félgar í Saint-Raphaël töpuðu í kvöld. Þeir mæta Haukum á sunnudag á heimavelli. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Arnór Atlason og samherjar í Saint-Raphaël töpuðu naumlega í kvöld fyrir Cesson-Rennes á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik, 28:27, en leikið var á heimavelli Cesson. Ragnar Óskarsson er aðstoðarþjálfari liðsins. 

Leikmenn Saint-Raphaël mæta Haukum í síðari viðureign liðanna í 3. umferð EHF-keppninnar á heimavelli Saint-Raphaël á sunnudaginn. Arnór og félagar misstu leikinn út úr höndum sér á lokakaflanum eftir að hafa verið yfir lengst af. Arnór skoraði fjögur mörk. 

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 9 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson sex þegar liða þeirra, Nimes, tapaði, 33:28, á útivelli fyrir Aix. 

Róbert Gunnarsson var í liði PSG sem vann Créteil, 34:27, á heimavelli. Róbert skoraði ekki mark í leiknum.  Mikkel Hansen skoraði sjö mörk fyrir PSG og var markahæstur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert