Frábær markvarsla Hreiðars tryggði stig

Það er hart barist í Safamýrinni í kvöld.
Það er hart barist í Safamýrinni í kvöld. mbl.is/Eggert

Fram fékk Akureyri í heimsókn í Safamýrina í 15. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram hefur leikið vel það sem af er tímabili og sat í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig fyrir leik liðanna, á meðan Akureyri hefur verið að sækja í sig veðrið og hafði 10 stig í sjöunda sæti deildarinnar.

Leiknum lyktaði með jafntefli, en lokatölur í leiknum urðu 26:26. 

Þorgrímur Smári Ólafsson og Arnar Freyr Arnarsson voru markahæstir í liði heimamanna með sex mörk hvor, en Hörður Másson var var hins vegar atkvæðamestur í liði gestanna að norðan með sjö mörk.

Kristófer Fannar Guðmundsson varði níu skot í marki Fram á meðan Hreiðar Levý Guðmundsson átti stórleik í marki Akureyrar og varði 20 skot. 

Fram 26:26 Akureyri opna loka
60. mín. Leik lokið Jafntefli í dramatískum leik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert