Sjötti sigur Hauka í röð

Haukamaðurinn Adam Haukur Baumruk reynir skot að marki Gróttu í …
Haukamaðurinn Adam Haukur Baumruk reynir skot að marki Gróttu í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistaraer Hauka unnu sinn sjötta leik í röð í Olís-deildinni þegar þeir höfðu betur á heimavelli gegn nýliðum Gróttu, 25:18. Haukarnir fara því til Frakklands í fyrramálið með gott veganesti en þeir mæta franska liðinu í Saint-Raphaël í síðari leiknum í EHF-keppninni á sunnudaginn.

Haukarnir höfðu undirtökin lengst af í leik sem bauð upp á talsvert af mistökum á báða bóga. Sóknarleikur Gróttumanna var slakur nær allan tímann en vörn Haukanna var sterk og Morkunas sem fyrr öflugur á milli stanganna.

Grótta hélt í við Haukanna í framan af fyrri hálfleik en Haukarnir bættu í sóknarleik sinn í síðari hálfleik og þá var ekki að sökum að spyrja. Það er þó ljóst að þeir verða að spila miklu betur ef þeim á að takast að velgja franska liðinu undir uggum en það sást vel á leik Haukanna að þeir gáfu ekki allt í leikinn með leikinn á sunnudaginn í huga. Haukar náðu fljótlega fimm marka forskoti í seinni hálfleik og þann mun náðu Seltirningar ekki að vinna upp.

Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Brynjólfsson 5, Einar Pétur Pétursson 5, Adam Haukur Baumruk 4, Janus Daði Smárason 4/1, Heimir Óli Heimisson 3, Kristinn Pétursson 1/1, Elías Már Halldórsson 1, Matthías Árni Ingimarsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1.
Varin skot: Giedrius Morkunas 18/1, Grétar Ari Guðjónsson 3.

Mörk Gróttu: Daði Laxdal Gautason 8, Árni Benedikt Árnason 3, Finnur Ingi Stefánsson 2, Viggó Kristjánsson 2/1, Þorgeir Orri Jónsson 1, Júlíus Þórir Stefánsson 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 12, Lárus Gunnarsson 2,

Haukar 25:18 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert