Tandri skoraði fjögur mörk í sigri

Tandri Már Konráðsson.
Tandri Már Konráðsson. Stefan Evertson

Ricoh, lið Tandra Konráðsson og Magnúsar Óla Magnússonar bar sigurorð af Aranäs í botnslag í 12. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 24:21 Ricoh í vil. 

Tandri skoraði fjögur mörk fyrir Ricoh í leiknum, en Magnús Óli komst ekki á blað hjá liðinu. 

Ricoh hefur nú fjögur stig í 11. sæti deildarinnar, en endi liðið þar þegar deildinni lýkur þarf liðið að taka þátt í umspili um sæti í efstu deild að ári.

Það eru hins vegar einungis tvö stig í Karlskrona sem er í sæti ofar sem tryggir veru liðsins í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert