Tveggja marka tap ÍBV í Lissabon

Lið ÍBV fyrir leikinn í kvöld.
Lið ÍBV fyrir leikinn í kvöld. Ljósmynd/ Baldur Haraldsson

ÍBV tapaði með tveggja marka mun, 28:26, í fyrri leik sínum gegn Benfica í 3. umferð Áskorendabikars karla í handknattleik í Lissabon í kvöld.

Eyjamenn voru yfir stóran hluta leiksins. Þeir voru 14:13 yfir eftir fyrri hálfleikinn en Benfica náði að jafna leikinn í síðari hálfleik og sigla frammúr undir lokin. Liðin eigast aftur við á morgun en leikurinn í kvöld var heimaleikur ÍBV.

Einar Sverrisson fór mikinn í liði Eyjamanna og skoraði 12 mörk og Kári Kristjánsson kom næstur með 4 mörk.

ÍBV 26:28 Benfica opna loka
60. mín. Leik lokið Benfica vinna ósanngjarnann tveggja marka sigur á ÍBV. Eyjamenn geta gengið stoltir frá þessu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert