Er alls ekki ómögulegt verkefni

Arnór Atlason í fyrri leik Saint-Raphaël og Hauka.
Arnór Atlason í fyrri leik Saint-Raphaël og Hauka. mbl.is/Golli

„Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni og við lítum svo á að við séum bara einum leik frá því að komast í riðlakeppnina.“

Þetta segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, í Morgunblaðinu í dag en Haukar mæta franska liðinu Saint-Raphaël í síðari leiknum í 3. umferð EHF-keppninnar í Frakklandi á morgun.

Franska liðið, með Arnór Atlason innanborðs, hafði betur í fyrri leiknum á Ásvöllum, 29:28.

„Við ætlum að selja okkur dýrt. Við þurfum að bæta aðeins í varnarleikinn frá fyrri leiknum. Það er krafa frá þeim sem stýra Saint-Raphaël að liðið fari áfram og ef okkur tekst að halda í við þá sem lengst þá gæti alveg gripið um sig einhver taugaveiklun hjá þeim,“ sagði Gunnar. Hann vonast til þess að línumaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannsson verði með en hann hefur glímt við meiðsli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert