„Þetta lið er vandræðalega gott“

Karen Knútsdóttir mundar skot á mark.
Karen Knútsdóttir mundar skot á mark. mbl.is/Ómar

„Við erum komin með nokkra nýja hluti sem við þurfum að fara í gegnum, og nokkrar nýjar stelpur sem þurfa að komast betur inn í hlutina. Það sem við þurfum helst að gera er að slípa sóknarleikinn betur til, hann var mjög lélegur í síðustu leikjum.“

Þetta segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og leikmaður Nice í Frakklandi, í Morgunblaðinu í dag.

Ísland mætir svokölluðu B-liði Noregs í tveimur vináttulandsleikjum ytra um helgina, kl. 12.30 í dag og á sama tíma á morgun. Leikið er í nágrannabæjunum Gjövik og Lillehammer, skammt norðan við Ósló.

Sjá forspjall um leiki þessa í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert