Haukar lentu á vegg í Frakklandi

Haukar mættu franska liðinu St. Raphael í seinni leik liðanna í 3. umferð EHF keppninnar ytra í dag. Lokatölur í leiknum urðu 30:18 St. Raphael í vil.

St. Raphael bar einnig sigur úr býtum í fyrri leik liðanna í Schenker-höllinni og leikur þar af leiðandi í riðlakeppni keppninnar.

Haukar byrjuðu leikinn illa og St. Raphael var komið með öruggt forskot eftir um það bil 20 mínútna leik. Eftir það var leikurinn í jafnvæði, en niðurstaðan var 12 marka sigur franska liðsins. 

Adam Haukur Baumruk var markahæstur í liði Hauka með fjögur mörk. 

Arnór Atlason komst ekki á blað hjá St. Raphael í leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert