„Deildin er númer 1, 2 og 3“

Gunnar Andrésson, þjálfari nýliða Gróttu segir Olís-deildina vera númer eitt, tvö og þrjú í sínum huga þrátt fyrir að liðið hafi komist í 8-liða úrslit Cola Cola bikarkeppninnar í gærkvöldi. 

Grótta sló þá út FH eftir framlengdan leik en Grótta var undir stærstan hluta leiksins. Skoraði aðeins sex mörk í fyrri hálfleik og var fimm mörkum undir í upphafi síðari hálfleiks og þremur þegar tíu mínútur voru eftir. Grótta vann hins vegar framlenginguna örugglega og þar með leikinn 28:23. 

Spurður um hvort bikarævintýri væri í kortunum hjá Seltirningum í vetur svaraði Gunnar því til að hann hugsaði fyrst og fremst um deildakeppnina en bikarævintýri yrði draumur ef svo færi.

Viðtalið við Gunnar má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu.
Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert