Ísak í biðstöðu

Ísak Rafnsson.
Ísak Rafnsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

FH-ingar eru enn án stórskyttunnar Ísaks Rafnssonar og er óljóst hvenær hann getur beitt sér á nýjan leik. Ísak var einn öflugasti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og FH-ingar eiga erfitt með að fylla hans skarð.

„Þetta er óljóst eins og er en við erum að bíða eftir mati frá Örnólfi bæklunarlækni,“ sagði Ísak sem fann fyrir nárameiðslum í leik á móti Val fyrir um einum og hálfum mánuði. „Við myndatöku og frekari rannsóknir kom í ljós að eitthvað var í ólagi varðandi mjaðmarliðinn. Af því stafar þessi verkur í náranum. Ég get lítið gert annað en að bíða eftir því að heyra hver eigi að vera næstu skref í endurhæfingarferlinu. Á meðan svo er þá hvíli ég bara,“ sagði Ísak við Morgunblaðið í gær en hann þurfti að fylgjast með af pöllunum þegar samherjar hans féllu úr leik í bikarkeppninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert