Auðvelt hjá lærisveinum Patreks

Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. AFP

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans hjá austurríska landsliðinu í handknattleik áttu ekki í neinum vandræðum þegar liðið mætti Ítalíu í undankeppni heimsmeistaramótsins 2017 á heimavelli í dag.

Austurríki var sex mörkum yfir í hálfleik, 15:9, og uppskar að lokum öruggan ellefu marka sigur 30:19. Raul Santos var markahæstur þeirra með átta mörk en hjá Ítalíu var Dean Turkovic allt í öllu og skoraði níu mörk.

Austurríki er á toppi síns riðils í undankeppninni og hefur unnið alla fjóra leiki sína. Ásamt Ítalíu eru Rúmeníu og Finnland með í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert