Getur stýrt liðsorkunni

Heiðdís Rún Guðmundsdóttir er markahæst FH-inga í vetur.
Heiðdís Rún Guðmundsdóttir er markahæst FH-inga í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að úrslit leikja í Olís-deild kvenna hafi ansi mörg verið ófyrirsjáanleg þennan veturinn og keppni hörð, voru líklega engin úrslit eins óvænt og þegar liðið í næstneðsta sæti, FH, lagði eitt af toppliðunum, Val, að velli í Kaplakrika síðastliðið föstudagskvöld, 26:24. Heiðdís Rún Guðmundsdóttir átti stóran þátt í því en þessi 23 ára gamla, rétthenta skytta skoraði sjö mörk gegn sínu gamla liði.

„Hún átti toppleik og stóð sig rosalega vel. Þetta var með betri leikjum í vetur hjá henni. Þetta er búinn að vera frekar erfiður vetur hjá okkur en það hefur verið smástígandi í þessu og sérstaklega hjá henni. Hún er búin að eiga nokkra góða leiki í röð núna eftir áramótin,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir, liðsfélagi Heiðdísar, sem Morgunblaðið leitaði álits hjá varðandi Heiðdísi.

Umfjöllun um Heiðdísi má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert