Agnar Smári tryggði stig í Austurbergi

Sigurður Óli Rúnarsson úr ÍR fer í gegnum vörn Eyjamanna.
Sigurður Óli Rúnarsson úr ÍR fer í gegnum vörn Eyjamanna. mbl.is/Golli

Agnar Smári Jónsson tryggði ÍBV eitt stig í sínum fyrsta leik með ÍBV á þessari leiktíð þegar liðið sótti ÍR heim í Austurberg í kvöld. Hann jafnaði metin, 25:25, þegar 15 sekúndur voru eftir með sínu 10.marki í leiknum. ÍR-ingar voru með frumkvæði í leiknum lengst af og voru m.a. marki yfir í hálfleik, 12:10. Þeim tókst ekki að halda fengnum hlut á lokakaflanum í miklum baráttuleik í Olís-deild karla í handknattleik.

Eyjamenn sem höfðu endurheimt Agnar Smára Jónsson eftir vist í Danmörku byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir með tveggja marka forskot, 5:3, eftir átta mínútna leik. Þá kom 13 mínútna kafli án marka hjá Eyjamönnum. Á sama tíma skoruðu ÍR-ingar sex mörk og komust yfir, 9:5. Vörn ÍR var öflug og Jón Heiðar hafði Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV í gjörgæslu. Leikmenn ÍBV  náðu aðeins að hressa upp á leik sinn fyrir á hálfleik og voru aðeins tveimur mörkum í hálfleik, 12:10, þökk sér markverðinum Stephen Nielsen sem varði vel á lokakaflanum.

ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og náðu fljótlega fjögurra marka forskoti. Leikmenn ÍBV náðu ekki tökum á leik sínum. Vörnin var gloppótt og talsvert um mistök í sóknarleiknum. Þegar á leið bætti Eyjamenn leik sinn og tókst að jafna metin, 21:21, þegar réttar tíu mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var áfram í járnum og fimm mínútum fyrir leikslok var staðan enn jöfn, 23:23, eftir að ÍR hafði misst niður tveggja marka forskot.  Spennan hélst alveg til loka og þegar Agnar Smári jafnaði metin þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. ÍR reyndu hvað þeir gátu í lokin til þess að tryggja sér stigin en tókst ekki.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

ÍR 25:25 ÍBV opna loka
60. mín. Svavar Már Ólafsson (ÍR) varði skot - frá Kara af línunni en Eyjamenn eiga frákastið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert