Haukar endurheimtu toppsætið

Mikk Pinnonen, nýjasti liðsmaður Aftureldingar, stekkur upp fyrir framan vörn …
Mikk Pinnonen, nýjasti liðsmaður Aftureldingar, stekkur upp fyrir framan vörn Hauka í leiknum á Ásvöllum. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Hauka endurheimtu tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu, 26:22, í Schenkerhöllinni í kvöld.

Haukarnir voru skrefinu á undan Mosfellingum allan leikinn og eftir að þeir náðu fjögurra marka forskoti eftir miðjan seinni hálfleik var á brattann að sækja fyrir gestina sem þó börðust hetjulega gegn toppliðinu.

Sóknarleikur beggja liða var ekki góður, mikið um mistök og tæknifeila og það skýrist væntanlega á því að þetta var fyrsti leikur liðanna í deildinni í nokkrar vikur. Varnir liðanna voru hins vegar i góðu lagi og Giedrius Morkunas var að venju traustur á milli stanganna í Haukamarkinu og varði tli að mynda þrjú vítaköst.

Liðin eigast aftur við á sama stað á sunnudaginn en þá mætast þau í átta liða úrslitum í Coca Cola bikarnum.

Haukar 26:22 Afturelding opna loka
60. mín. Elías Már Halldórsson (Haukar) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert