„Eigum að vera nógu góðir til að vinna“

Arnar Freyr Arnarsson, Fram.
Arnar Freyr Arnarsson, Fram. mbl.is/Styrmir

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson sagði Framara hafa gert allt of mörg mistök þegar liðið tapaði fyrir Gróttu 28:25 í Olís-deildinni í kvöld. 

„Þetta var klúður. Gerðum mörg mistök og töpuðum boltanum oft. Það fór með leikinn hjá okkur. Þetta var þó bara fyrsti leikur eftir að deildin fór aftur af stað og við vinnum bara næsta leik. Mér finnst þó að menn eigi að mæta tilbúnir í leikinn þrátt fyrir að langt sé síðan við spiluðum síðast alvöru leik. Auk þess vorum við komnir nokkrum mörkum yfir og eigum að vera nógu góðir til að vinna slíka leiki,“ sagði Arnar sem hafði nóg að gera í miðri vörninni hjá Fram. 

Hann segir Framara koma úr EM-fríinu í góðu formi þrátt fyrir tapið. „Það er mjög gott að byrja aftur og komast aftur í leikjarútínu. Við tókum þrjá æfingaleiki auk þess sem menn unnu vel á æfingum. Ég held að við komum vel út úr pásunni og erum í góðu formi,“ sagði Arnar við mbl.is í kvöld.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert