Ekkert stöðvar Barcelona

Guðjón Valur skoraði þrjú mörk í kvöld.
Guðjón Valur skoraði þrjú mörk í kvöld. mbl.is/Skapti

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Barcelona sigruðu Anaitasuna, 32:22, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. 

Þetta var 16. umferð spænsku 1. deildarinnar og Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en Börsungar náðu nokkurra marka forskoti í síðari hluta hálfleiksins og leiddu með fjórum mörkum, 16:12, að loknum fyrri hálfleik.

Heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn óvenju spennandi. Gestirnir frá Barcelona settu hins vegar í fimmta gír í stöðunni 22:21 en þeir skoruðu 10 mörk gegn einu á lokakaflanum og sigurinn var því öruggur að lokum.

Guðjón Valur skoraði þrjú mörk í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert