Þurftu ekki stórleik

Elías Már Halldórsson úr Haukum í dauðafæri í leiknum við …
Elías Már Halldórsson úr Haukum í dauðafæri í leiknum við Aftureldingu. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Hauka þurftu svo sem engan stórleik til að innbyrða fjögurra marka sigur, 26:22, gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í gærkvöld. Með sigrinum endurheimtu Haukarnir tveggja stiga forskot í deildinni og það stefnir í slag systraliðanna, Hauka og Vals, um deildarmeistaratitilinn í ár.

Haukarnir voru skrefinu á undan Mosfellingum mest allan leikinn. Afturelding hélt vel í við Haukana í 45 mínútur en eftir að meistararnir náðu fjögurra marka forskoti þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka var á brattann að sækja fyrir Aftureldingarmenn.

Sóknarleikur beggja liða var ekkert til að hrópa húrra fyrir og greinilegt var að leikmenn voru nokkuð ryðgaðir eftir langt hlé á mótinu. Varnarleikurinn var hins vegar í ágætu lagi og Giedrius Morkunas stóð vaktina í Haukamarkinu að venju mjög vel og varði til að mynda þrjú vítaköst.

Fjallað er um alla leiki gærkvöldsins í Olís-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert