Markasúpa hjá Aroni og félögum

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. © Melczer Zsolt

Aron Pálmarsson og samherjar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprém buðu stuðningsmönnum sínum upp á sannkallaða markasúpu þegar liðið fékk Zomimak Strumica frá Makedóníu í heimsókn í dag í Austur-Evrópudeildinni í handknattleik. 

Veszprém liðið hafi fáheyrða yfirburði í leiknum og skoraði 25 mörk í hvorum hálfleik og vann leikinn með 34 marka mun, 50:16. Aron hafði hægt um sig við markaskorun og lék nægja að skora tvisvar sinnum. Sviinn Andreas Nilsson skoraði 11 mörk fyrir Veszprém. Næstir á á markalistanum voru Cristian Ugalde og Gasper Marguc með átta mörk hvor. 

Veszprém er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 13 leiki en alls eru 10 lið í deildinni frá nokkrum löndum austurhluta Evrópu. 

Þess má geta að Haukar unnu í haust tvo mjög örugga sigra á Zomimak í 2. umferð EHF-bikarsins en þá urðu lokatölur 34:20 og 29:24, Haukum í vil. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert