Með afburðaskottækni

Einar Rafn Eiðsson leikmaður FH-inga í dauðafæri.
Einar Rafn Eiðsson leikmaður FH-inga í dauðafæri. mbl.is/Golli

„Hann var óstöðvandi, frábær bæði í vörn og sókn og leiddi liðið að sigrinum,“ sagði Andri Berg Haraldsson um samherja sinn hjá FH, Einar Rafn Eiðsson.

Einar Rafn er leikmaður 19. umferðar Olís-deildar karla hjá Morgunblaðinu eftir frammistöðu sína í sigrinum á Gróttu í fyrrakvöld, en hann skoraði 11 mörk í leiknum.

Einar Rafn er 26 ára gamall og getur leikið sem hægri hornamaður eða skytta, en hann hefur leyst skyttuhlutverkið vel hjá FH í vetur. Hann lék með Nötteröy í Noregi á síðustu leiktíð en þar dvaldist hann ásamt kærustu sinni, Unni Ómarsdóttur, sem nú leikur með Gróttu. Áður en Einar Rafn fór út lék hann með FH en árin 2008-2012 var hann á mála hjá Fram þar sem hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki.

Sjá umfjöllun um Einar Rafn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert