Haukar áfram í bikarnum

Adam Haukur sækir að vörn Aftureldingar.
Adam Haukur sækir að vörn Aftureldingar. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar og Afturelding áttust við í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni karla í handknattleik í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í dag. Haukar fóru þriggja marka sigur af hólmi og tryggðu sér þar af leiðandi sæti í undanúrslitum keppninnar. 

Lokatölur í leiknum urðu 30:27 Haukum í vil, en Haukar höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik.

Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Hauka með átta mörk, en Birkir Benediktsson var atkvæðamestur í liði gestanna úr Mosfellsbænum með sex mörk. 

Giedrius Morkunas átti afar góðan leik í marki Hauka, en hann varði 18 skot á meðan Davíð Hlíðdal Svansson varði 11 skot í marki Aftureldingar og Pálmar Pétrusson eitt.  

Haukar 30:27 Afturelding opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert