Valsmenn í undanúrslit

Valsmenn fagna sigrinum.
Valsmenn fagna sigrinum. mbl.is/Sigfús

ÍBV og Valur mættust í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í Vestmannaeyjum í dag. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Vals, 25:23, eftir hörkuspennandi leik.

Valsmenn eru þar með fyrsta liðið til að komast í „Final Four“ helgina í Laugardalshöll.

Maður leiksins var Hlynur Morthens með 14 skot varin og mörg þeirra á mikilvægum augnablikum.

Hjá Val var Sveinn Aron Sveinsson markahæstur með 6 mörk og Einar Sverrisson var atkvæðamestur Eyjamanna með 6 mörk.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Agnar Smári Jónsson í leiknum í dag.
Agnar Smári Jónsson í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar.
Andri Heimir Friðriksson er í stóru hlutverki hjá ÍBV.
Andri Heimir Friðriksson er í stóru hlutverki hjá ÍBV. mbl.is/Styrmir Kári
ÍBV 23:25 Valur opna loka
60. mín. Dagur Arnarsson (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert