Barcelona fyllir skarð Guðjóns Vals

Valero Rivera í leik með spænska landsliðinu á EM í …
Valero Rivera í leik með spænska landsliðinu á EM í Póllandi. AFP

Barcelona hefur staðfest að hornamaðurinn Valero Rivera muni ganga til liðs við félagið næsta sumar. Rivera skrifaði undir þriggja ára samning við Barcelona, en hann kemur til liðsins frá Nantes í Frakklandi.

Rivera er vinstri hornaður og er ætlað að fylla það skarð sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skilur eftir sig, en Guðjón Valur gengur til liðs við Rhein-Neckar Löwn eftir yfirstandandi keppnistímabil.  

Rivera ólst upp í barna- og unglingastarfi Barcelona og lék með liðinu til ársins 2005, en þá gekk hann til liðs við Aragón. Rivera hefur verið í herbúðum Nantes frá árinu 2010, en hann er fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar í vetur með 93 mörk.

Þá er Rivera fastamaður í spænska landsliðinu sem laut í lægra haldi fyrir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans hjá Þýskalandi á EM í Póllandi sem fram fór í síðasta mánuði. Rivera var markahæsti leikmaður mótsins með 48 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert