Stjarnan í undanúrslit

Ólafur Ægir Ólafsson og félagar hans hjá Fram mæta Stjörnunni …
Ólafur Ægir Ólafsson og félagar hans hjá Fram mæta Stjörnunni í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handknattleik í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikarkeppninnar í handknattleik karla með því að vinna Fram, 32:31, í framlengdum leik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Starri Friðriksson skoraði sigurmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 28:28.

Stjarnan var með fjögurra marka forskot í hálfleik, 18:14, og var enn með fjögurra marka forskot þegar 12 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, 23:19. Framarar náðu hinsvegar að snúa leiknum sér hag og komast yfir, 26:25, þegar tíu mínútur voru eftir. Leikurinn var í járnum til leiksloka. Andri Hjartar Grétarsson jafnaði metin í 28:28, undir lok venjulegs leiktíma.

Undaúrslitaleikirnir fara fram fimmtudaginn 26. febrúar en í undanúrslitum eru auk Stjörnunnar, Valur, Haukar og Grótta.

Leiknum var lýst í beinni textalýsingu á mbl.is.

Stjarnan 32:31 Fram opna loka
70. mín. Fram tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert