Spennuþrungið á Akureyri

Brynjar Hólm Grétarsson, Akureyri, reynir að komast framhjá Sveini Andra …
Brynjar Hólm Grétarsson, Akureyri, reynir að komast framhjá Sveini Andra Sveinssyni, ÍR, í leiknum í kvöld. Jón Heiðar Gunnarsson fylgist með. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Akureyringar unnu gríðarmikilvægan sigur á ÍR í kvöld, 22:21, í Olís-deild karla í handknattleik í háspennuleik tveggja afar ólíkra hálfleika í KA-heimilinu á Akureyri.

Sá fyrri var svartur með aragrúa mistaka, leiðinlegum og hægum handbolta. Sá seinni bauð upp á meiri hraða, dramatík og spennu. Eftir æsilegar lokamínútur voru það heimamenn sem fögnuðu sigri, 22:21. ÍR gat jafnað metin í lokasókninni en Tomas Olason varði síðasta skot gestanna. 

Akureyri kom sér betur úr botnbaráttunni og er mú með 19 stig en staða ÍR versnaði til muna. Liðið situr áfram í fallsæti með 12 stig og er fjórum stigum á eftir næsta liði, sem er FH.

Akureyri 22:21 ÍR opna loka
60. mín. Akureyri tekur leikhlé Úrslitasóknin er framundan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert