Anton og Jónas til Póllands

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson.
Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, hafa nú fengið sitt fyrsta alþjóðlega verkefni síðan þeir voru sendir heim af heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku í desember. 

Þeir félagar hafa verið settir dómarar á viðureign pólska liðsins Vive Kielce og Rhein-Neckar Löwen frá Þýskalandi Meistaradeild Evrópu í karlaflokki sem fram fer í Kielce í Póllandi 20. febrúar. 

Um sannkallaðan stórleik er að ræða þar sem liðin eru í öðru og þriðja sæti B-riðils Meistaradeildar en riðlakeppninni lýkur senn. 

Anton og Jónas dæmdu nokkra leiki í Meistaradeildinni fyrir ármótin við góðan orðstír. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert