Grótta vann á Hlíðarenda

Alexander Örn Júlíusson, Val, og Styrmir Sigurðarson, Gróttu.
Alexander Örn Júlíusson, Val, og Styrmir Sigurðarson, Gróttu. mbl.is/Eggert

Valur og Grótta mættust í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olís-deildinni, í Valshöllinni að Hlíðarenda klukkan 19.30. Grótta sigraði 24:23 en að loknum fyrri hálfleik var Grótta einnig yfir 14:13. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Seltirningar byrja afar vel á nýju ári. Hafa unnið báða deildarleiki sína og einnig bikarleikinn sem skilaði þeim í undanúrslit bikarsins. Grótta náði mjög góðum kafla um miðjan síðari hálfleik og náði þá fimm marka forskoti. Markvörður þeirra Lárus Helgi Ólafsson hrökk í gang fyrri hluta seinni hálfleiks og varði á þeim kafla níu af sextán skotum sínum í leiknum. 

Valsmenn unnu á dögunum góðan sigur í Vestmannaeyjum í bikarnum en fylgdu því ekki eftir í kvöld. Margar sóknir liðsins runnu út í sandinn gegn sterkri vörn Gróttu og það reyndist dýrt. 

Geir Guðmundsson var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá 7 mörk en Lárus náði að lesa hann betur í síðari hálfleik. Geir skoraði alls 8 mörk. Aron Dagur Pálsson var markahæstur hjá Gróttu með 6 mörk en þessi ungi leikmaður var einnig með stórt hlutverk í 5-1 vörn Gróttu og spilaði þá sem fremsti maður. 

Grótta er í 6. sæti með 20 stig en Valur er með 30 stig í 2. sæti. 

Valur 23:24 Grótta opna loka
60. mín. Vignir Stefánsson (Valur) skoraði mark Úr horninu. 45 sek eftir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert