Elliði tryggði Eyjamönnum sigur

Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV fögnuðu naumum sigri …
Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV fögnuðu naumum sigri á FH. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

ÍBV og FH áttust við í 20. umferð Olís deildar karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn unnu eins marks sigur 20:19 eftir þvílíka dramatík þar sem að allt ætlaði um koll að keyra.

Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. Eyjamenn alltaf skrefinu á undan en jafnt í hálfleik, staðan 9:9. Þá hafði Stephen Nielsen varið 14 skot.

Seinni hálfleikur var í járnum. Liðin skiptust á að hafa forystu en úrslitin réðust á lokamínútum leiksins en Elliði Snær Viðarsson tryggði ÍBV stigin tvö.

Markahæstur hjá ÍBV var Andri Heimir Friðriksson með 6 mörk . Hjá FH var Einar Rafn Eiðsson atkvæðamestur með 6 mörk.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 19 skot í marki FH en Brynjar Darri Baldursson 2. Hjá ÍBV varði Stephen Nielsen 16  skot og Kolbeinn Arnarsson fór á kostum á lokamínútum leiksins og varði 5 skot eða 63% markvarsla.

ÍBV er þá með 21 stig og náði Fram í 3.-4. sætinu, allavega í bili. FH er áfram með 16 stig í áttunda sætinu og er fjórum stigum fyrir ofan ÍR sem er að spila gegn Akureyri á útivelli.

ÍBV 20:19 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Þvílík dramatík. Eyjamenn vinna þetta með einu marki. Halldór Jóhann er dreginn í burtu af leikmönnum ÍBV.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert