Sturlað sigurmark í Frakklandi - myndskeið

Alexander Lynggaard í leik gegn Haukum.
Alexander Lynggaard í leik gegn Haukum. mbl.is/Golli

Alexander Lynggaard, liðsfélagi Arnórs Atlasonar í franska handknattleiksliðinu St. Raphael, skoraði ótrúlegt sigurmark í 28:27 sigri liðsins á Montpellier í kvöld.

St. Raphael leiddi mest allan leikinn en undir lokin leit út fyrir að liðið myndi tapa stigum en þegar ein sekúnda var eftir þá var staðan 27:27.

Liðið fékk aukakast við miðjuna og ákvað Lynggaard að taka það. Hann kom öllum á óvart og þrumaði knettinum í netið. Hægt er að sjá þetta ótrúlega mark hér fyrir neðan.

Pour le plaisir ! LE BUT d'Alexander Lynggaard qui offre la victoire aux Raphaëlois face au MHB - Montpellier Handball. Merci Franck ;-)

Posted by Saint-Raphaël Var Handball - SRVHB on Thursday, February 11, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert