Björgvin Páll með 12 í sigri Fjölnis

Björgvin Páll Rúnarsson skoraði tólf fyrir Fjölnisliðið sem var ekki …
Björgvin Páll Rúnarsson skoraði tólf fyrir Fjölnisliðið sem var ekki lengi að jafna sig á skellinum gegn Gróttu í bikarnum á mánudag. mbl.is/Golli

Mílan jók vonir sínar um sæti í úrslitakeppni 1. deildar karla í handbolta í kvöld nokkuð með því að vinna KR, 33:21, á sama tíma og HK tapaði gegn Selfossi, 31:18.

Mílan er í 5. sæti með 13 stig, þremur stigum á undan HK, en liðin í 2.-5. sæti leika í sérstakri úrslitakeppni um eitt laust sæti í Olís-deildinni. Toppliðið kemst beint upp í Olís-deildina.

Stjarnan er efst með 26 stig, tveimur stigum fyrir ofan Selfoss og Fjölni sem vann stórsigur á ÍH, 41:28, í kvöld. Stjörnumenn eiga leik til góða við Þrótt á mánudag en með honum lýkur 15. umferðinni og verða þá sex umferðir eftir.

Úrslit kvöldsins:
Fjölnir – ÍH, 41:28
Selfoss – HK, 31:18
KR – Mílan, 22:31

Björgvin Páll Rúnarsson var markahæstur Fjölnis með 12 mörk en Arne Karl Wehmeier skoraði 11 fyrir ÍH. Á Selfossi var Andri Már Sveinsson markahæstur heimamanna með 8 mörk en Svavar Kári Grétarsson skoraði 6 fyrir HK. Magnús Öder Einarsson var svo markahæstur Mílunnar í Vesturbænum með 9 mörk, en Björn Ingi Jónsson skoraði 8 fyrir KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert