Grótta á toppinn á nýjan leik

Unnur Ómarsdóttir, t.v. og Sunna María Einarsdóttir, leikmenn Gróttu.
Unnur Ómarsdóttir, t.v. og Sunna María Einarsdóttir, leikmenn Gróttu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Íslandsmeistarar Gróttu unnu sannfærandi sigur á Selfossi, 28:23, á heimavelli í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Grótta endurheimti þar með aftur efsta sæti deildarinnar, hefur 32 stig, einu stigi meira en Haukar sem eru í öðru sæti. Grótta va sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9, og náði mesta 11 marka forskoti í síðari hálfleik.

Fyrri helmingur fyrri hálfleiks var jafn. Liðin skiptust á um að skora og vera með eins marks forskot. Selfossliðinu gekk vel að opna vörn Gróttu sem er aðal liðsins. Upp  úr miðjum hálfleiknum enduðu fjórar sóknir Selfossliðsins með skotum í markstangirnar. Þetta nýtti Gróttuliðið til þess að ná þriggja marka forskoti, 10:7. Selfoss-liðið náð sér ekki á strik það sem eftir lifði hálfleiksins, einkum var sóknarleikurinn slakur, marskot ónákvæm einnig sendingar. Gróttuliðið bætti í forystu sína og hafði sjö marka forskot í hálfleik, 16:9.

Hvorki gekk né rak hjá Selfossliðinu í síðari hálfleik. Það réði ekkert við varnarleik Gróttu. Munurinn var kominn upp í tíu mörk, 25:15, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Allan síðari hálfleik lék engin vafi á hvort liðið færi með sigur úr býtum. Til þess var munurinn á liðunum of mikill.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Grótta 28:23 Selfoss opna loka
60. mín. Grótta tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert