Liðið mætti ekki til leiks

„Ég er hræddur um að það hafi verið spennufall þótt ég hafi nú ekki greint það til hlýtar svo skömmu eftir leik. En svo virðist sem leikmenn hafi ekki mætt til leiks," sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari Fylkis, vonsvikinn eftir níu marka tap fyrir Val, 34:25, í Olís-deild kvenna í handknattleik í Fylkishöllinni í dag. Fylki tókst þar með ekki að fylgja eftir góðum leik í vikunni þegar liðið vann Fram í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. 

„Valsliðið var alltaf einu til tveimur skrefum á undan okkur í dag. Við réðum hreinlega ekki við það. Sóknarleikurinn var allt í lagi hjá okkur en varnarleikurinn var hinsvegar óviðundandi, ekki síst í ljósi þess að markvörður okkar varði vel," sagði Halldór Stefán. 

Nánar er rætt við Halldór Stefán á meðfylgjandi myndskeiði. 

Stórsigur Valskvenna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert