Rúnar og félagar í áttunda sæti

Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins og Hannover-Burgdorf í Þýskalandi.
Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins og Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. mbl.is/Eva Björk

Eftir fimm sigurleiki í röð fyrir áramót þá náðu Rúnar Kárason og félagar í Hannover-Burgdorf í jafntefli í dag þegar þeir heimsóttu Lübbecke í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrsta leik liðanna eftir EM-hléið, 29:29.

Rúnar skoraði ekki mark í leiknum. Hannover-Burgdorf er í áttunda sæti deildarinnar.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark fyrir Eisenach sem tapaði á heimavelli, 28:22, fyrir Lemgo. Eisenach situr í 15. sæti af 18 liðum deildarinnar.

Sandra Erlingsdóttir skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlin í eins marks sigri liðsins á Bayer Leverkusen, 24:23, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í kvöld. Sandra og félagar eru í áttunda sæti af 14 liðum deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert