Í banni í undanúrslitunum

Júlíus Þórir Stefánsson, hornamaður Gróttu, í loftinu.
Júlíus Þórir Stefánsson, hornamaður Gróttu, í loftinu. mbl.is/Eva Björk

Rauða spjaldið sem Gróttumaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson fékk á lokasekúndunum í leik Aftureldingar og Gróttu að Varmá í Olís-deild karla í handknattleik í gærkvöld er honum dýrkeypt.

Brottrekstrinum fylgir skýrsla til aganefndar HSÍ sem þýðir að hann verður úrskurðaður í eins leiks bann vegna grófrar íþróttamannslegar framkomu á lokasekúndum leiksins.

Bannið tekur Júlíus Þórir út í undanúrslitaleiknum á móti Stjörnunni í bikarkeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni á föstudaginn eftir viku. Vinni Grótta leikinn má Júlíus spila úrslitaleikinn gegn Val eða Haukum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert