„Ég er ekki inn á til að kasta og grípa“

Sólveig og Hanna Stefáns stöðva Lovísu Thompson í úrslitaleiknum í …
Sólveig og Hanna Stefáns stöðva Lovísu Thompson í úrslitaleiknum í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Sólveig Lára Kjærnested var mjög drjúg í sókninni hjá Stjörnunni þegar liðið sigraði Gróttu 20:16 í úrslitaleik Coca Cola bikarkeppninnar í dag. Sólveig skoraði 5 mörk og var sífellt ógnandi. Missti ekki kjarkinn þó sum skot rötuðu ekki rétta leið. 

„Ég er ekki inn til þess að kasta og grípa. Maður verður að sækja á markið. Varnarmúr Gróttu er svo sem ekki árennilegur en maður verður að halda áfram að reyna. Þegar við náum að hreyfa þær aðeins þá opnast vörnin aðeins og það vorum við að reyna. Fengum þær til að hreyfa sig,“ sagði Sólveig Lára þegar mbl.is ræddi við hana þegar sigurinn var í höfn. 

Hún sagði sterka vörn hafa skipt mestu máli. „Mér fannst við spila góða vörn allan tímann og þeir voru í erfiðleikum á móti okkur. Við áttum reyndar einnig í erfiðleikum í sókninni en misstum aldrei taktinn í vörninni. Florentina var auk þess frábær í seinni hálfleik og hjálpaði okkur mikið. Maður hefur aldrei áhyggjur af henni. Hún kemst alltaf í gang og gerði það einnig á fimmtudaginn í undanúrslitaleiknum,“ sagði Sólveig Lára við mbl.is. 

Sólveig Lára Kjærnested sækir að vörn Gróttu.
Sólveig Lára Kjærnested sækir að vörn Gróttu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert