Sex frá Snorra ekki nóg

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Ljósmynd/Foto Olimpik

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sex mörk úr sex skotum í kvöld þegar Nimes sótti Chambéry heim í frönsku 1. deildinni í handknattleik.

Hann var markahæstur í liðinu en það dugði skammt því Chambéry vann leikinn 29:25. Ásgeir Örn Hallgrímsson náði ekki að skora fyrir Nimes.

Arnór Atlason skoraði 4 mörk fyrir Saint-Raphaël sem náði naumlega jafntefli, 30:30, gegn Ivry á útivelli.

Saint-Raphaël er nú sjö stigum á eftir París SG í toppbaráttunni. PSG er með 34 stig og á auk þess leik til góða á Arnór og samherja hans sem eru næstir með 27 stig. Montpellier er með 24 stig í þriðja sætinu. Nimes er í 8. sæti með 18 stig eftir 19 leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert