Böðvar Páll fór úr axlarlið

Böðvar Páll Ásgeirsson gæti orðið lengi frá í liði Aftureldingar …
Böðvar Páll Ásgeirsson gæti orðið lengi frá í liði Aftureldingar eftir að hafa farið út axlarliði í leik við Val í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar, fór úr axlalið seint í viðureign Vals og Aftureldingar í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í Valshöllinni í kvöld. Hægt varð kom honum aftur í liðinn. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði í samtali við mbl.is í kvöld að óvíst væri hvenær Böðvar Páll getur leikið með liðinu á nýjan leik. Þá meiddist Árni Bragi Eyjólfsson,  hornamaður Aftureldingar, einnig í leiknum í kvöld. 

„Þetta lítur ekki vel hjá Böðvari Páli. Hann bíður nú eftir að koma að hjá lækni. En ég held að óvíst sé hvenær Böðvar Páll verður næst með okkur," sagði Einar Andri. 

Böðvar Páll lenti í samstuði við Guðmund Hólmar Helgason, leikmann Vals, þegar sá fyrrnefndi meiddist. Böðvar Páll var þá að verjast Guðmundi.  Böðvar leikur stórt hlutverk í vörn Mosfellinga.

„Árni Bragi meiddist einnig á öxl en eftir því sem ég kemst næst eru þau meiðsli ekki eins alvarleg og hjá Böðvari. Ég reikna með Árna Braga í næsta leik," sagði Einar Andri sem fagnaði sigri á Valsmönnum í fyrstu viðureign liðanna í Valshöllinni í kvöld, 25:22.

Næst mætast Afturelding og Valur á heimavelli Aftureldingar á mánudagskvöldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert