Sóknarleikurinn brást

„Sóknarleikurinn gekk ekki upp hjá okkur í dag. Það var fyrst og fremst sem brást hjá okkur," sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka og besti leikmaður liðsins þegar Haukar máttu sætta sig við tap, 23:19, í annarri viðureign sinn við Stjörnuna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Leikið var í TM-höllinni í Garðabæ.

Staðan er nú jöfn í rimmu liðanna, hvort lið hefur einn vinning og mætast næst á miðvikudagskvöldið í Schenker-höllinni á Ásvöllum.

„Við skutum illa á mark Stjörnunnar og síðan var varnarleikur okkar frekar flatur. Staðan er nú jöfn og það er mikið eftir af þessari rimmu," sagði Karen Helga.

Nánar er rætt við Karen Helgu á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert