Vörnin small vel saman

„Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur. Næsta verkefni er að mæta í leikinn á Ásvöllum með hausinn á réttum stað," sagði Þórhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir fjögurra marka sigur liðsins, 23:19, á Haukum í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag.

„Við þurfum að einbeita okkur að nokkrum atriðum sem ekki tókust vel hjá okkur í fyrsta leiknum. Nú small vörnin vel saman hjá okkur og þá fylgir Florentina með í markinu. Hún var góð í dag," sagði Þórhildur.

Nánar er rætt við Þórhildi á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert