Fjölnir fékk annan vinning

Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis.
Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölnir stendur vel að vígi í baráttu sinni við Selfoss um sæti í Olís-deild karla í handknattleik. Fjölnisliðið tryggði sér annan vinninginn í rimmu liðanna í kvöld með sigri á Selfossi, 23:20, eftir að hafa verið undir, 11:8, eftir fyrri hálfleik. 

Fjölnir þarf þar með aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handknattleik í fyrsta sinn eingöngu undir eigin merki. Fjölnir var einu sinni með lið í efstu deildar karla ásamt Víkingi. 

Selfoss-liðið var sterkara í fyrri hálfleik og hafði eins og áður segir þriggja marka forskot í hálfleik, 11:8. Fjölni skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks og seig síðan framúr. Selfoss-liðið var þó aldrei langt undan. Leikmönnum Selfoss voru nokkuð mislagðar hendur á lokasprettinum og fór illa með þau tækifæri til þess að minnka muninn niður í eitt mark.

Næstu leikur liðanna verður á föstudaginn í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst kl. 19.30.

Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 6, Hergeir Grímsson 4, Andri Már Sveinsson 4, Elvar Örn Jónsson 2, Þórir Ólafsson 2, Atli Kristinsson 1, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1. 

Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 6, Sveinn Þorgeirsson 4, Brynjar Loftsson 3, Björgvin Páll Rúnarsson 3, Bjarki Lárusson 2, Sveinn Jóhannsson 2, Kristján Þór Karlsson 2, Matthías Örn Halldórsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert