Rauðu spjöldin draga ekki dilk á eftir sér

Kári Kristján Kristjánsson var alls ekki sáttur við að fá …
Kári Kristján Kristjánsson var alls ekki sáttur við að fá rauða spjaldið hjá Antoni Gylfa Pálssyni í Eyjum í gærkvöldi. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þremenningunum sem sýnd voru rauð spjöld í viðureign Aftureldingar og Vals í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik að Varma í gærkvöld  verða ekki í leikbanni þegar liðin mætast í þríðja sinn í Valshöllinni á fimmtudagskvöldið. 

Þetta hefur mbl.is samkvæmt heimildum. Aganefnd HSÍ fundaði í dag en sendi ekki frá sér niðurstöðu mun væntanlega ekki ljúka vinnu sinni fyrr en á morgun. Auk spjaldanna þriggja í Mosfellsbæ var Kára Kristjáni Kristjánssyni, leikmanni ÍBV, sýnt rauða spjaldið í gærkvöldi í viðureign Eyjamanna og Hauka í Vestmannaeyjum. Ekki er ljóst hver niðurstaða aganefndar verður vegna þess spjalds en því fylgdi skýrsla til aganefndar. 

Ekki voru sendar skýrslur til aganefndar vegna rauðu spjaldanna sem fóru á loft í viðureign Aftureldingar og Vals. Af því leiðir að nafnarnir Jóhann Gunnar Einarsson og Jóhann Jóhannsson verða gjaldgengir með Aftureldingu í næsta leik liðsins við Val eins og Valsmaðurin Sveinn Aron Sveinsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert