Að þessu sinni var Grótta betri

„Gróttuliðið lék frábæra vörn og Íris var flott í markinu," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir að lið han tapaði fyrir Gróttu, 21:16, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Þar með féll Fram úr keppni en Grótta heldur áfram og leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við annað hvort Hauka eða Stjörnuna.

„Við töpuðum þessu einvígi ekki aðeins í þessum leik heldur í fyrsta og öðrum leiknum þarsem við áttum að vinna að minsta kosti annan leikinn. En að þessu sinni var Grótta með betra lið," sagði Stefán sem var eðlilega vonsvikinn yfir að vera úr leik á Íslandsmótinu. „Allir keppnismenn eru óánægðir með að tapa.

Lengra viðtal er við Stefán að finna á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert