Öruggur sigur Hauka að Ásvöllum

Ragnheiður Sveinsdóttir að skora fyrir Hauka í kvöld.
Ragnheiður Sveinsdóttir að skora fyrir Hauka í kvöld. mbl.is/Eggert

Haukar eru komnir í 2:1 í einvígi sínu við Stjörnuna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Haukar unnu í kvöld 29:23 en staðan í hálfleik var 14:10.

Leikurinn í kvöld varð í raun aldrei spennandi. Stjarnan byrjaði reyndar ágætlega en gestirnir urðu fyrir áfalli strax á 12. mínútu þegar Florentina Stanciu var borin af velli meidd. Heiða Ingólfsdóttir tók hennar stað í markinu og stóð sig vel.

Haukar héldu til búningsherbergja með fjögurra marka forystu, 14:10 og gerðu svo út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks, þegar heimakonur skoruðu fyrstu fjögur mörkin og breyttu stöðunni í 18:10.

Þessi munur reyndist of mikill fyrir Stjörnuna og Haukar fögnuðu sanngjörnum og örggum sigri, 29:23

Næsti leikur liðanna verður í TM-höllinni í Garðabæ á föstudagskvöldið. 

Haukar 29:23 Stjarnan opna loka
60. mín. Þórhildur Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert