Vangaveltur vegna rauðu spjaldanna

Kári Kristján Kristjánsson var alls ekki sáttur við að fá …
Kári Kristján Kristjánsson var alls ekki sáttur við að fá rauða spjaldið hjá Antoni Gylfa Pálssyni í Eyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Aganefnd HSÍ lauk ekki í gær afgreiðslu á þeim fjórum erindum sem fyrir nefndinni lágu í gær eftir kappleikina tvo í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik sem fram fóru í fyrrakvöld. Fjögur rauð spjöld voru sýnd í leikjunum, þar af þrjú í viðureign Aftureldingar og Vals.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða engin eftirmál að spjöldunum þremur í Mosfellsbæ. Leikmennirnir Jóhann Gunnar Einasson og Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu, og Valsmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson verða ekki úrskurðir í leikbann. Ástæðan mun vera sú að skýrsla var send til aganefndar vegna leikbrotanna þriggja.

Hvað skal gera við Kára?

Meiri vangaveltur eru innan aganefndar vegna rauða spjaldsins sem Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV, fékk í fyrri hálfleik viðureignar ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum. Hann sýndi Hákoni Daða Styrmissyni að margra mati óviðeigandi eða ógnandi framkomu þegar þeir gengu af leikvelli eftir að þeir fengu tveggja mínútna refsingu hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert