Vorum arfaslakir

„Við mættum nánast ekki til leiks og voru slakur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, vonsvikinn eftir skell fyrir Val, 30:24, í þriðja undanúrslitaleik liðanna á Íslandsmóti karla í handknattleik í Valshöllinni í kvöld. Mosfellingar voru nánast ekkert inni í leiknum og voru m.a. níu mörkum undir í hálfleik, 18:9.

„Hvar sem litið var á leik okkar þá var hann arfalélegur. Við töpuðum bara mjög sanngjarnt að þessu sinni. Við verðum að líta í eigin barm fyrir næsta leik á laugardaginn. Ég ætlast til þess að menn svari fyrir þennan leik næst þegar liðin mætast.  Ef það tekst þá gleymist þessu leikur fljótt, en menn verða að koma og sýna úr hverju þeir eru gerðir,“ segir Einar Andri sem minnir á að lið hafi í gegnum tíðina oft fengið skelli í úrslitakeppninni þrátt fyrir að liðin eigi að teljast jöfn.

„Menn verða að líta í eigin barm og sýna svo úr hverju þeir eru gerðir,“ sagði Einar Andri ennfremur.

Nánar er rætt við Einar Andra á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert